sunnudagur, 2. ágúst 2009

Hvað veit Kristinn?


Lögbann Kaupþings virðist ekki snúast um gögn sem þegar er búið birta á netinu.

Af hverju var eingöngu sett lögbann á umfjöllun RÚV um “yfirvofandi birtingar á fréttum um lántakendur Kaupþings”? Hvað veit Kristinn Hrafnsson fréttamaður sem hinir miðlarnir vita ekki?

Í frétt sinni í fyrradag vitnaði Kristinn í þrígang til heimilda sinna, sem eru aðrar en gögnin sem lekið var á Wikileaks

“Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í kjölfar lánafundarins 25. September hafi farið af stað miklar fjármagnsfærslur innan Kaupþingssamstæðunnar. Þessar tilfærslur vöktu illan grun hjá breska Fjármálaeftirlitinu....”

“Heimildir fréttastofu herma að háum fjárhæðum, hafi á þessum skamma tíma, verið varið í ný lán...”

“Fréttastofan mun á næstu dögum fjalla frekar um upplýsingar sem fram koma í þessum gögnum....”

Hvaða upplýsingar eru svo mikilvægar að Kaupþing kýs að fórna sér á altari almenningsálitsins fremur en láta þær koma fram?

Augljóst virðist vera að það eru ekki þau gögn sem allir hafa nú aðgang að og eru íslenskaðar á bloggsíðum.

Hvað er það sem við megum alls ekki vita?



Bada Bing



Kaupthing




Þetta lögbann er gott dæmi um þá siðblindu sem steypti samfélaginu í glötun


Og hér er allt skjalið sem ekki má fjalla um.